Rökfræðingur
Lærðu af gærdeginum, lifðu fyrir daginn í dag, bittu vonir við morgundaginn. Það mikilvægasta er að hætta aldrei að spyrja spurninga.
Persónuleikagerð Rökfræðings er tiltölulega sjaldgæf, aðeins um þrjú prósent af fólki hefur þessa persónuleikagerð, sem er vissulega gott fyrir Rökfræðinga þar sem ekkert gerir þá eins óhamingjusama og það að vera "venjulegir". Rökfræðingar stæra sig af uppfinningasemi sinni og sköpunargáfu, þeirra einstöku sýn og miklu gáfum. Venjulega eru þeir þekktir sem heimspekingurinn, hugsuðurinn, eða hinn dreymandi prófessor, og Rökfræðingar bera ábyrgð á mörgum vísindalegum uppgötvunum í gegnum tíðina.
Hið Órannsakaða Líf Er Einskis Virði
Fólk með persónuleikagerð Rökfræðings hefur yndi af mynstrum, og það að koma auga á ósamræmi á milli fullyrðinga er nánast hægt að tala um sem áhugamál hjá þeim, og því er ekki góð hugmynd að ljúga að Rökfræðingi. Það er því kaldhæðnislegt að orðum Rökfræðinga skyldi ætíð taka með örlitlum fyrirvara - það er ekki það að þeir séu óheiðarlegir, en þeir sem eru með persónuleikagerð Rökfræðings eiga það til að miðla hugsunum sem ekki eru fullþroskaðar, og þeir nota aðra sem prófstein á hugmyndir og kenningar í rökræðum við sjálfa sig frekar en að eiga í raunverulegum samræðum við aðra.
Þetta kann að láta þessa persónuleikagerð virðast óáreiðanlega, en í reynd er enginn ákafari og hæfari til að koma auga á vandamál, og fara í gegnum endalausa þætti og smáatriði sem umlykja vandamálið og þróa framúrskarandi og raunhæfa lausn heldur en Rökfræðingar - bara ekki búast við að vinnuskýrslur berist stundvíslega. Fólk sem deilir persónuleikagerð Rökfræðings hefur ekki áhuga á praktískum, hversdagslegum athöfnum og uppihaldi, en þegar það kemst í umhverfi þar sem sköpunarkraftur og hæfileikar þess fá að njóta sín, þá eru engin takmörk á tíma og orku sem Rökfræðingar eru tilbúnir í að eyða til að þróa óhlutdræga lausn sem hittir í mark.
Viska Byrjar með Undrun
Þeir kunna að virðast þvælast um í endalausum dagdraumum, en hugsanagangur Rökfræðinga er linnulaus, og hugar þeirra eru uppfullir af hugmyndum um leið og þeir vakna. Þessi stöðugi hugsanagangur getur gert það að verkum að þeir líta út fyrir að vera fjarlægir og í þungum þönkum, þar sem rökræður eru í fullum gangi í hausnum á þeim, en Rökfræðingar eru samt tiltölulega rólegir og vinalegir þegar þeir eru með fólki sem þeir þekkja, eða deilir áhugamálum með þeim. Þetta getur hins vegar snúist yfir í mikla feimni þegar persónuleikagerðir Rökfræðings eru innan um ókunnuga, og vinaleg stríðni getur fljótt snúist upp í átök ef þeir halda að verið sé að gagnrýna rökréttar niðurstöður þeirra og kenningar.
Þegar Rökfræðingar eru mjög spenntir, þá getur samræðan virst samhengislaus þegar þeir reyna að útskýra keðju rökfræðilegra niðurstaðna sem leiddu til þess að nýjasta hugmynd þeirra varð til. Oft kjósa Rökfræðingar að láta gott heita varðandi umræðuefni áður en ljóst er orðið hvað þeir voru að reyna að segja, frekar en að útskýra hlutina á einfaldan hátt.
Hið gagnstæða getur líka verið satt þegar fólk reynir að útskýra hugsanagang sinn fyrir Rökfræðingum varðandi huglægni og tilfinningar. Ímyndaðu þér óhemju flókið gangverk, og taktu með allar mögulegar staðreyndir og hugmyndir, sem meðhöndlar þær með stórum skammti af skapandi röksemdafærslu og skilar af sér eins rökfræðilega áreiðanlegum niðurstöðum og mögulegt er - þannig starfar hugur Rökfræðingsins, og þessi persónuleikagerð hefur litla þolinmæði fyrir því að tilfinningar trufli gangverkið.
Láttu Þá Sem Vilja Hreyfa Við Heiminum Fyrst Hreyfa Sig Sjálfa
Rökfræðingar eru ólíklegir til að sýna tilfinningalegum umkvörtunarefnum nokkurn skilning, og vinir þeirra munu ekki fá tilfinningalegan stuðning frá þeim. Fólk með persónuleikagerð Rökfræðings mun miklu frekar koma með fjölmargar rökfræðilegar tillögur um hvernig leysa megi undirliggjandi vandamál, en tillögunum er ekki alltaf vel tekið af tilfinninganæmum félögum Rökfræðinga. Þetta mun líkast til ná til flestra félagslegra venja og markmiða sömuleiðis, eins og að skipuleggja kvöldverðarboð og ganga í hjónaband, þar sem Rökfræðingar láta sig frumleika og skilvirkni meiru skipta.
Það eina sem raunverulega heldur aftur af Rökfræðingum er stöðugur og almennur ótti þeirra við að mistakast. Persónuleikagerðir Rökfræðings eru gjarnar á að endurmeta eigin hugsanir og kenningar, og hafa áhyggjur af því að hafa yfirsést mikilvægir hlutir, að þeir staðni, og að þeir týnist í óáþreifanlegum heimi þar sem hugsanir þeirra nýtast aldrei raunverulega. Að sigrast á þessum efasemdum um sjálfa sig er stærsta áskorunin sem Rökfræðingar eru líklegir til að standa frammi fyrir, en hinar vitsmunalegur gjafir - stórar og smáar - sem þeir færa heiminum þegar þeir sigrast á þeim, gera það þess virði að taka slaginn.