Aðalpersóna

Persónuleiki ENFJ

Söguhetjur eru hvetjandi bjartsýnismenn, grípa til aðgerða til að gera það sem þeim finnst vera rétt.

A scene depicting the Protagonist personality type (ENFJ). An adult ENFJ, wearing a green soccer jersey, stands on a soccer field with three young players, all in matching uniforms. The ENFJ holds a soccer ball and gestures enthusiastically, appearing to be coaching or mentoring the children. In the background, soccer goals and trees suggest an outdoor sports setting. The image conveys the ENFJ’s natural inclination towards leadership, especially in guiding and developing others.
E Úthverfur N Hugsjóna F Tilfinningaríkur J Skipulags

Aðalpersóna

Allt sem þú gerir núna gárar allt sem í kringum þig er og hefur áhrif á alla. Með líkamsstöðu þinni getur þú þanið brjóstkassann eða dreift áhyggjum. Andardráttur þinn getur geislað af ást eða atað herbergið út af depurð. Augnatillit þitt getur vakið gleði. Orð þín geta verið innblástur að frelsi. Allar gjörðir þínar geta opnað hjörtu og hugi.

David Deida

Aðalpersónur eru fæddir leiðtogar, uppfullir af ástríðu og persónutöfrum. Þessir persónuleikar, sem eru um tvö prósent af mannfjöldanum, eru oft stjórnmálamenn, þjálfarar og kennarar okkar, þeir ná til og veita öðrum innblástur til að ná árangri og gera gagn í heiminum. Með meðfæddu sjálfstrausti sem elur af sér áhrif, þá fyllir það Aðalpersónur stolti og gleði að fá aðra til að vinna saman til að bæta sjálfa sig og samfélagið.

Persónuleiki Aðalpersóna (ENFJ)

Hafa Mikla Trú á Fólkinu

Fólk laðast að sterkum persónuleikum, og Aðalpersónur geisla af áreiðanleika, umhyggjusemi og óeigingirni, óhræddir við að standa upp og tala þegar þeim finnst að það þurfi að segja eitthvað. Þeim er það náttúrulegt og eðlilegt að eiga í samskiptum við aðra, sér í lagi augliti til auglitis, og meðfæddur skilningur hjálpar fólki, með persónugerð Aðalpersónu, að ná til allra, hvort heldur með staðreyndum, rökum eða tilfinningum. Aðalpersónur eiga auðvelt með að sjá hvatir annarra og að því er virðist ótengda atburði, og þeir geta þjappað þeim saman og komið til skila sem sameiginlegu markmiði með mælsku sem er dáleiðandi.

Áhuginn sem Aðalpersónur hafa á öðrum er ósvikinn, nánast of mikill - þegar fólk með þessa persónuleikagerð trúir á einhvern, þá getur það orðið of flækt inn í vandamál annarra og treyst of mikið á þá. Sem betur fer, þá hefur þetta traust tilhneigingu til að vera spá sem stuðlar að því að hún sjálf rætist, þar sem fórnfýsi og áreiðanleiki Aðalpersónunnar veitir þeim, sem þeim er annt um, innblástur til að verða betri sjálfir. En ef þessir persónuleikar eru ekki passasamir, geta þeir gengið of langt í bjartsýni sinni, og stundum ýtt öðrum of langt, út í eitthvað sem þeir eru ekki tilbúnir í eða vilja ekki.

Aðalpersónur eru einnig berskjaldaðar gagnvart annarri gildru: þær hafa gríðarmikla getu til að hugsa um og greina þeirra eigin tilfinningar, en ef þær flækjast of mikið inn í aðstæður annarrar manneskju, þá geta þær þróað með sér ákveðna tilfinningalega ímyndunarveiki, og sjá þá vandamál annarra hjá sjálfum sér, og reyna að laga eitthvað hjá sjálfum sér sem er í lagi. Ef þessir persónuleikar komast á þann stað þar sem takmarkanir sem einhver annar er að upplifa heldur aftur af þeim, þá getur það hindrað getu Aðalpersónunnar til að finna lausn á vandamálinu og koma til hjálpar. Þegar þetta gerist, er mikilvægt að Aðalpersónur hörfi til baka og fari í sjálfsskoðun til að greina á milli þess sem þær raunverulega upplifa, og þess sem er aðskilið mál og þarf að horfa á frá öðru sjónarhorni.

...Baráttan Ætti Ekki að Hindra Okkur í Styðja Málstað sem Við Trúum að Sé Réttlátur

Aðalpersónur eru fölskvalaust, umhyggjusamt fólk sem segir það sem þarf að segja og gerir það sem þarf að gera, og ekkert færir þeim meiri hamingju en að vera í fararbroddi, sameina og mótívera liðið sitt með smitandi ákafa.

Fólk með persónuleikagerð Aðalpersónu eru mjög óeigingjarnt, stundum úr hófi fram, og það er ólíklegt til að vera hrætt við að taka höggin á sig þegar það ver fólk og hugmyndir sem það trúir á. Það er ekki að undra að margar frægar Aðalpersónur eru áhrifamiklir stjórnamála- og menningarleiðtogar - þessi persónuleikagerð vill varða veginn í átt að bjartari framtíð, hvort sem það er með því að leiða þjóð til hagsældar, eða leiða utandeildarliðið sitt í fótbolta til sigurs.