Málsvari
Málsvarapersónuleikagerðin er mjög sjaldgæf, hún er innan við eitt prósent íbúa en engu að síður setja þeir mark sitt á umheiminn. Þeir hafa meðfædda tilfinningu fyrir hugsjónastefnu og siðferði, en það sem greinir þá frá öðrum persónuleikagerðum sem eru með hugsjónastefnu, er afdráttarleysi þeirra og staðfesta - Málsvarar eru ekki draumóramenn, heldur er þetta fólk sem er fært um að taka raunhæf skref til að koma markmiðum sínum í framkvæmd og hafa langvarandi jákvæð áhrif.
Hjálpaðu mér að hjálpa þér
Málsvarar eiga vissulega það sameiginlegt að þeir eru með einstaka samsetningu persónueinkenna: þótt þeir kunni að vera mildir í tali þá eru þeir með mjög ákveðnar skoðanir og munu berjast af mikilli elju fyrir hugmynd sem þeir trúa á. Fólk sem er með þessa persónuleikagerð eru afgerandi og viljasterkir einstaklingar, en nota sjaldan þessa orku vegna persónulegs ávinnings – Málsvarar framkvæma hluti á skapandi hátt af hugmyndaauðgi, sannfæringu og næmni, ekki til að skapa sér aðstöðumunar, heldur til að skapa jafnvægi. Jafnréttisstefna og karma eru mjög eftirsóknarverðar hugmyndir meðal málsvara, og þeir hafa tilhneigingu til að trúa því að ekkert myndi hjálpa heiminum eins mikið og að nota kærleika og samkennd til að milda hjörtu harðstjóra.
Sérhver maður verður að ákveða með sjálfum sér hvort hann vilji ganga veginn í birtunni af þroskaðri ósérplægni eða í myrkri eyðandi sjálfselsku.
Málsvarar eiga létt með að mynda tengsl við aðra, og þeir búa yfir hæfileika að nota hlýlegt, blæbrigðaríkt tungutak af næmni út frá mannlegum sjónarmiðum, frekar en út frá hreinni rökfræði og staðreyndum. Það er auðvelt að skilja að vinir og samstarfsmenn þeirra munu álíta þá vera frekar félagslynda persónuleika, en allir myndu þeir gera vel í því að minnast þess að málsvarar þurfa á tíma að halda til að ná fram lækkun á álagi og endurhlaða rafhlöðurnar, og þeim má ekki bregða um of þegar málsvararnir draga sig skyndilega í hlé. Málsvarar annast mjög vel tilfinningar annarra, og þeir búast við því að greiðinn verði endurgoldinn - stundum merkir þetta að það þarf að veita þeim það svigrúm sem þeir þurfa á að halda í nokkra daga.
Að lifa til að geta haldið áfram baráttunni í annan dag í viðbót
Samt er í rauninni mikilvægast að málsvarapersónuleikinn muni eftir því að annast sjálfan sig. Eldmóður sannfæringar þeirra getur mjög vel fleytt þeim framhjá því stigi að þeirra yfirbugast, og fari svo að ákafi þeirra fari úr böndum, þá geta þeir lent í því að þeir verða örmagna, með lélega heilsu og stressaðir. Þetta verður sérstaklega áberandi þegar málsvarar lenda í átökum og gagnrýni - viðkvæmni þeirra þvingar þá til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast hjá þessum, að því er virðist persónulegu árásum, en þegar kringumstæður eru óumflýjanlegar, geta þeir átt það til að grípa til varna á mjög óraunsæjan, gagnslítinn hátt.
Út frá sjónarmiði málsvara þá er heimurinn staður sem er fullur af ranglæti - en hann þarf ekki að vera þannig. Engin önnur persónuleikagerð er betur til þess fallin að skapa hreyfingu til að leiðrétta ranglæti, sama hversu mikið eða lítið það er. Málsvarar verða einungis að muna eftir því að meðan þeir eru önnum kafnir að annast heiminn, þá þurfa þeir einnig að annast sjálfa sig líka.