Verjandi

Persónuleiki ISFJ

Verjendur eru mjög hollir og hlýir verndarar, alltaf tilbúnir til að verja ástvini sína.

A scene depicting the ISFJ personality type (Defender). A female ISFJ and a man are providing medical aid to fantasy creatures. They’re standing and handing out medical supplies to a line of various mythical beings seeking assistance, including a witch, a Frankenstein monster, and a werewolf. This scene emphasizes the ISFJ’s role as a compassionate caregiver even in an unusual setting.
I Innhverfur S Raunsær F Tilfinningaríkur J Skipulags

Verjandi

Kærleikur vex einungis með því að deila með öðrum. Þú getur einungis haft meira fyrir sjálfan þig með því að gefa öðrum það.

Brian Tracy

Persónuleiki verjanda er nokkuð einstakur þar sem margir þeirra eiginleika ganga gegn skilgreiningu einstaklingsbundinna eiginleika þeirra. Þó svo þeir hafi samkennd þá geta verjendur verið grimmir þeir þurfa að verja fjölskyldu eða vini; þótt þeir séu stilltir og hlédrægir þá eru þeir venjulega með velþroskaða þekkingu á fólki, og á félagslegum tengslum; og þó þeir leiti öryggis og stöðugleika þá geta þessir persónuleikar verið merkilega opnir gagnvar breytingum svo framarlega sem þeim finnst þeir njóta skilnings og virðingar. Eins og á við um svo marga hluti á er fólk sem er með persónueinkenni verjanda meira en samtala hluta sinna, og það er sá háttur sem þeir nota þessa styrkleika sem skilgreinir hverjir þeir eru.

Verjendur eru sannir óeigingjarnir einstaklingar, þar sem endurgjalda vinsemd með ríkulegri vinsemd taka þátt í vinnu og fólki sem þeir trúa á af áhuga og gjafmildi.

Það er varla til nokkur betri persónuleikagerð sem myndar svo stóran hluta af íbúafjölda, sem er nálægt 13%. Með því að sameina bestu hluta hefðar og þarfarinnar að láta gott af sér leiða þá eru verjendur algengir í störfum þar sem ákveðin söguleg hefð liggur að baki, eins og í læknisfræði, háskólastarfi og góðgerðarstörf.

Persónuleiki Verjandi (ISFJ)

Verjendapersónuleikar sérstaklega þeir sem eru gætnir, eru oft vandvirkir þannig að jaðrar við fullkomnunarhyggju, og þó svo þeir slái á frest, þá er ætíð hægt að treysta þeim til þess að ljúka starfinu á réttum tíma Verjendur taka starf sitt og ábyrgðina sem því fylgir persónulega, og fara ítrekað fram úr væntingum og gera allt sem þeir geta til að gleðja aðra bæði í vinnunni og heima.

Það verður að sjá okkur til að trúa okkur

Áskorunin fyrir fólk með verjanda persónuleikagerð er að tryggja að það sem þeir eru að gera veki athygli. Þeir hafa tilhneigingu til að draga úr afrekum sýnum, og þó svo mildi þeirra sé oft virt, þá er kaldlyndaðra og eigingjarnt fólk sem er líklegt að færi sér í nyt hollusta og auðmýkt verndara með því að þrýsta vinnu á þá og síðan taka til sín þakkirnar. Verndarar þurfa að vita hvenær þeir eiga að segja nei og standa fastir á sínu eigi þeir að viðhalda eigin sjálfstrausti og áhuga.

Meðfædd félagslyndi einkennilegur eiginleiki hjá þeim sem er innhverfur, verndarar færa sér í nyt minnisbækur ekki til að safna gögnum og fróðleiksmolum, heldur til að muna fólk, og atriði um líf þess. Þegar kemur að gjöfum þá eru verndarar ekki með neina sem jafnast á við þá, þeir nota hugmyndaauðgi og eðlislæga næmni til að láta í ljós gjafmildi á þann hátt að snertir hjörtu þeirra er fá gjafirnar. Þó að þetta sé vissulega satt varðandi samstarfsaðila, þeirra sem fólk sem er með verndara persónuleikagerð lítur á sem persónulega vini, þá er það innan fjölskyldunnar sem tjáning á kærleika blómstrar að fullu.

Geti ég verndað þig þá mun ég gera það

Verndara persónuleikar eru dásamlegur hópur sem sjaldan sitja verklausir hjá með verðugu baráttumáli er enn ólokið. Hæfileiki verndara til að ná tengslum við aðra þar sem ríkir nánari og meiri trúnaður er óþekktur hjá þeim sem eru innhverfir, og gleði reynslunnar við að nota þessi tengsl er að viðhalda hamingjusamri fjölskyldu sem veitir stuðning og er það gjöf til allra sem koma nálægt þessu. Þeim líður aldrei fullkomlega vel í sviðsljósinu og margir þeirra finna til sektarkenndar vegna þess að þeir fá heiðurinn af hópsamstarfi, en ef þeir geta verið vissir um að þeirra framlag sér viðurkennt þá er líklegt að verjendur finni til ákveðinnar fullnægju við það sem þeir eru að gera en sem margar aðrar persónuleikagerðir finna ekki.